Sumar kökur bera með sér ákveðna nostalgíu – minningar um sunnudagskaffi, veislur í bernsku eða heimabakaðan eftirrétt sem fékk alltaf hrós. Þessi peruterta er ein af þeim. Léttir, mjúkir botnar, rjómakennt súkkulaðikrem og safaríkar perur – allt klætt í fallegu súkkulaðihreiðri sem gerir hana einstaklega tilkomumikla á borði. Hún hentar bæði í sparitilefni og sem gleðibiti við venjulegt kaffiborð. Einföld í gerð, en útkoman lítur út fyrir að hafa tekið miklu meiri tíma.
Botnar
Hráefni:
4 egg (238 g)
¾ bolli sykur (178 g)
⅔ bolli hveiti (89 g)
⅔ bolli kartöflumjöl (89 g)
1½ tsk lyftiduft (6 g)
Aðferð:
Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður létt og ljós, ca. 5–7 mínútur.
Sigtið hveiti, kartöflumjöl og lyftiduft saman og blandið varlega saman við eggjablönduna með sleif.
Skiptið deiginu í tvö hringlaga form (20–22 cm) og bakið við 175°C í 18–20 mínútur eða þar til botnarnir eru gylltir og bakaðir í gegn.
Kælið botnana alveg áður en þeir eru notaðir.
Krem og fylling
Hráefni:
150 g suðusúkkulaði
5 eggjarauður
5 msk flórsykur
4 dl rjómi
1 dós perur (í sneiðum, vel afsigtaðar)
Aðferð:
Bræðið suðusúkkulaðið varlega yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni.
Þeytið rjóma þar til hann er stífur.
Í annarri skál, þeytið saman eggjarauður og flórsykur þar til létt og ljósblanda myndast.
Blandið bræddu súkkulaði varlega saman við eggjablönduna.
Að lokum er rjóminn lagður varlega saman við til að mynda létt og loftkennt krem.
Samsetning og skreyting
Til skreytingar:
100 g brætt sprautar yfir skál fulla af klökum. Þegar sukkulaði hefu harnað takið upp og setjið á kökuna.
Lítil páskaegg eða annað skraut að eigin vali.
Samsetning:
Leggðu annan botninn á kökudisk. Bleyttu með safanum af perunum. Smyrðu góðu lagi af súkkulaðirjómakremi yfir og dreifðu perusneiðum jafnt yfir.
Settu hinn botninn ofan á og smyrðu restinni af kreminu yfir og hliðarnar.
Leggðu perur yfir áður kantinum er lokað með rósamynstri.
Skreyttu með páskaeggjum og súkkulaði hreiðrinu.
Þessi kaka sameinar það besta úr gömlum uppskriftum og nútímalegra útliti – mjúk áferð, djúpt súkkulaðibragð og ferskleiki frá perunum sem léttir allt upp. Hún vekur bæði eftirvæntingu og ánægju þegar hún er borin fram, og það er eitthvað sérstaklega töfrandi við hvernig einföld hráefni geta orðið að svona glæsilegri tertu. Hvort sem þú bakar hana fyrir veislu, fjölskylduboð eða bara til að gera daginn betri – þá er þetta uppskrift sem mun gleðja í hvert sinn.
Vigdísarterta – Dásamleg og glæsileg tertuupplifun
Vigdísarterta er himnesk blanda af möndlubotnum, silkimjúku rjómakremi með Baileys líkjöri og dáleiðandi súkkulaðihjúp. Þessi terta er fullkomin fyrir sérstök tilefni þar sem hún mun heilla alla gesti. Hér er uppskrift sem leiðir þig í gegnum öll skref til að búa til þessa ljúffengu tertu.
Möndlubotnar
Innihald:
Eggjahvítur: 8 stk
Sykur: 100 g
Cream of tartar: 3 tsk
Möndlumjöl: 179 g (fínt malaðar möndlur)
Flórsykur: 200 g
Hveiti: 50 g
Aðferð:
Aðskiljið eggjahvítur frá eggjarauðum og passið að engin eggjarauða fari í hvítuna.
Þeytið eggjahvítur, cream of tartar og sykur saman þar til blandan verður stíf og glansandi.
Blandið möndlumjöli, flórsykri og hveiti saman í skál. Bætið því varlega saman við eggjahvítublönduna með sleikju.
Klæðið bökunarplötu með bökunarpappír og setjið marensdeigið í sprautupoka.
Sprautið eða smyrjið deigið út í 2 cm þykka botna á bökunarpappír.
Bakið við 210–230°C í 8–12 mínútur. Látið botnana kólna alveg áður en þeir eru notaðir.
· Rjómakrem
Innihald:
Rjómi: 4 dl
Rjómasúkkulaði: 100 g
Smjör: 20 g
Baileys líkjör: ½ dl
Matarlím 10 gr
Aðferð:
Saxið súkkulaði og setjið í skál ásamt smjöri.
Leggið ,matarlímið í volgt vatn c.a. 15 mín
Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið og smjörið. Hrærið þar til allt er bráðið og blandan er slétt.
Hitið Baileys líkjör upp og blandið matarlíminu við. Þessi blanda fer svo saman við restina af rjómanum og súkkulaðið og hrærið vel.
Setjið plastfilmu yfir skálina og geymið í ísskáp yfir nótt.
Þeytið rjómablönduna upp eins og venjulegan rjóma.
· Samsetning
Setjið einn botn neðst í form og smyrjið helmingnum af rjómakreminu yfir.
Setjið annan botn ofan á og smyrjið restinni af kreminu yfir.
Setjið síðasta botninn yfir og þjappið aðeins niður. Geymið kökuna í frysti yfir nótt.
· Súkkulaðihjúpur
Innihald:
Rjómi: 2 dl
Rjómasúkkulaði: 350 g
Aðferð:
Saxið súkkulaði og hitið rjóma að suðu. Hellið rjómanum yfir súkkulaðið og hrærið þar til blandan er slétt.
Látið blönduna kólna þar til hún þykknar örlítið.
Hellið hjúpnum yfir kökuna og smyrjið varlega með spaða.
Restin af súkkulaðibráðinni er kæld, hrærð upp og sprautuð á kantana.
Kropp marengs
240 kg sykur
240 kg púðursykur
220 ltr hvítur
75 gr rice krispies
• Ofn hitaður í 120° gráður við blástur.
• Eggjahvítur, sykur og púðursykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur eða í um 10 – 15 mínútur.
• Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar.
• Smyrjið innan í hringina á pappírnum.
• Bakið í 60 mín á 100° gráðum
• Látið kólna áður en fyllingin fer á.
Mjólkursúkkulaðikrem
100 gr mjólkursúkkulaði
80 gr rjómi
• Vigtið súkkulaðið í skál. Hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðið. Hrærið rólega þar til súkkulaðið bráðnar. Leyfið kreminu að standa og ná stofuhita áður en það er sett á tertuna.
Fylling:
300 gr þeyttur rjómi
1 dós niðursuðu perur
1 poki nóakropp
· Skerið perurnar niður og dreifið yfir botninn. Setjið mjólkursúkkulaðikremið yfir perurnar. Nóakroppið er svo sett ofan á kremið. Þeytið rjómann og blandið súkkulaðikreminu við hann eftir að það er búið að setja bæði yfir botn og lok. Blandið restinni af mjólkursúkkulaðikreminu varlega saman við rjómann og á milli. Lokið með hinum marengsnum, gott er að geyma í kæli að lágmarki yfir nótt.
240 gr síróp
480 gr hjúpsúkkulaði
150 gr smjör
280 gr rice krispies
1 poki þristar
· Skerið þristana í smáa bita.
· Skerið súkkulaðihjúpinn niður í smábita.
· Hitið upp síróp, súkkulaði, smjör og þrista þar til það bráðnar.
· Setjið rice krispies í skál og hellið súkkulaðiblöndunni yfir.
· Leyfið blöndunni að kólna aðeins áður en unnið er með hana.
· Gott er að hafa kransakökuhringi til að móta í.
· Einnig er gott að vera í hönskum við þetta því deigið getur verið heitt og loðir minna við þig ef í hönskum.
· Eftir að búið er að móta hringina skaltu búa til litla munnbita úr restinni.
· Setjið í kæli eða frysti í smá stund svo hringirnir full harðni áður þú staflar þeim upp.
· Fallegt að skreyta með einhverju sem tengist veislunni eða t.d. þristakúlum eða litríku konfekti.
· Ef flytja á kökuna milli húsa mæli ég með að hringirnir séu límdir saman með súkkulaði.
Marengs:
390 kg sykur
180 kg eggjahvítur
· Ofn hitaður í 120 gráður við blástur
· Eggjahvítur og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur eða í um 10-15 mínútur á góðum hraða.
· Diskur eða kökuform sem er ca. 23 cm í þvermál er lagt á bökunarpappír og strikaður hringur eftir disknum. Þetta er gert tvisvar.
· Marengsnum er skipt í 3 skálar og litaður með matarlit hver um sig. Matarlitur eftir tilefni, ég notaði gulan og grænan.
· Takið 3 sprautupoka með sitthvorum stútnum og fyllið með litaða marengsnum.
· Sprautið frjálst innan í hringina á pappírnum.
· Bakið í 60 mín á 100 gráðum
· Látið kólna áður en fyllingin fer á.
Mjólkursúkkulaði krem
100 gr mjólkursúkkulaði
80 gr rjómi
· Vigtið súkkulaðið í skál, hitið rjómann að suðu og hellið yfir súkkulaðinu. Hærið rólega þar til það bráðnar. Leyfið kreminu að standa og ná stofuhita áður en það er sett á tertuna.
Fylling:
500 gr þeyttur rjómi
1 box kókosbollur
½ poki súkkulaðihúðaður piparlakkrís
· Sprautið rjómanum á annan botninn, skiljið eftir hreiður í miðju. Skerið kókosbolluna niður og setjið í rjómann ásamt piparlakkrísnum. Súkkulaðikreminu er svo næst sprautað yfir. Gott er að geyma tertuna í sólarhring í kæli áður en hún er borðuð. Það borgar sig að geyma í kæli þar sem það bleytir mátulega upp í marengsnum.