Döðlugott með súkkulaðiskreytingu er mjúkt, sætt og smá djúpt á bragðið, með létt beiskjulegan súkkulaðitón sem bætir við bæði áferð og útlit. Fullkomið dæmi um hvernig einfalt getur orðið ómótstæðilegt.
Innihald:
- 560 g döðlur
- 360 g smjör
- 165 g púðursykur
- 100 g Rice Krispies
- 1msk salt
Skreyting:
- 150–200 g dökkt súkkulaði
- 50 g hvítt súkkulaði
Aðferð:
1. Hitið döðlur, smjör og sykur í potti. Hrærið þar til mjúkt.
2. Bætið Rice krispies og salti við. Setjið í form og þjappið niður.
3. Bræðið súkkulaði, smyrjið yfir og dreypið hvítu súkkulaði yfir í renndur.
4. Látið stífna og skerið í bita.
Stundum þarf ekkert meira en fá hráefni og góða hugmynd til að búa til eitthvað ótrúlega gott. Þetta döðlugott er dæmi um það – silkimjúkt, djúpt í bragði og með örlitlu salti sem kallar fram allt það besta úr döðlunum. Sætan fær að njóta sín, en saltið bætir við jafnvægi og smá karakter. Það passar bæði sem smá sætur biti með kaffinu, með ostum, eða jafnvel sem eftirréttur í einfaldari búningi. Einfalt, fallegt og ótrúlega gott – rétt eins og það á að vera.
Falleg súkkulaðikaka getur verið hjartað í páskaborðinu – glæsileg að sjá, rík af bragði og full af gleði. Þessi kaka sameinar mjúka og raka súkkulaðibotna með flauelsmjúku kakósmjörkremi og er skreytt með súkkulaðieggjum, páskaungum og léttum blæ af hátíð. Hún er einföld í gerð en lítur út eins og fagurbakaður draumur – hvort sem hún er borin fram í páskamatnum, afmælinu eða bara til að gera daginn aðeins fallegri.
Botnar (3 x 18 cm eða 2 x 20–22 cm)
Hráefni:
290 g sykur
110 g smjörlíki
3 msk kakó
88 g egg (2 stór egg)
220 g súrmjólk
240 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 matarsódi
½ tsk salt)
Aðferð:
Hitið ofn í 175°c og smyrjið þrjú form (18 cm) eða tvö stærri.
Þeytið smjörlíki og sykur þar til létt og ljóst.
Bætið eggjum út í – einu í einu.
Blandið þurrefnunum saman í annarri skál.
Hrærið súrmjólk, kakó og vanillu saman og bætið því við deigið til skiptis með þurrefnum.
Skiptið deiginu í form og bakið í 25–30 mínútur. Kælið botnana alveg áður en þeir eru samsettir.
Kakósmjörkrem
Hráefni:
200 g smjör (við stofuhita)
300–350 g flórsykur
30–40 g kakó
1–2 msk rjómi eða mjólk
1 tsk vanilludropar
Aðferð:
Þeytið smjörið þar til létt og ljósleitt.
Bætið flórsykri og kakói smátt og smátt saman við.
Bætið vanillu og rjóma/mjólk við þar til kremið verður mjúkt og smyrjanlegt.
Ef þú vilt dýpri lit og bragð, bættu við aðeins meira kakói.
Samsetning og skreyting
Smyrðu smjörkremi milli botna og utan um kökuna.
Notaðu stjörnusprautu til að skreyta toppinn með kremdúskum, eins og sýnt er á myndinni.
Raðaðu stórum súkkulaðieggjum upp í miðjuna til að mynda „hreiður“.
Bættu við litlum páskaeggjum, sykurpúðum eða páskaungum til að fullkomna hátíðarlúkkið.
Gott að geyma kökuna í kæli fram að framreiðslu – en taka hana út um 30 mín áður til að kremið mýkist aðeins.
Klassísk Jólakaka – Hlýlegt bragð
Jólakakan er eitt af þeim bökunarverkum sem flestir þekkja, þó nafnið gefi til kynna tengsl við jólin, er hún í raun tilvalin með kaffinu allt árið um kring. Þessi kaka er einföld, bragðgóð og hefur lengi verið hluti af íslenskri matarhefð. Hún er ekki aðeins algeng á heimilum heldur má finna hana í bakaríum og stórmörkuðum um allt land. Oft er hún líka á kaffihúsum þar sem hún er borin fram með bollanum og smakkast einstaklega vel. Hér er uppskrift af þessari sígildu formköku sem vekur ávallt ánægju.
Uppskrift: Klassísk Jólakaka (Formkaka)
Innihald:
Sykur: 250 g
Smjörlíki: 150 g
Egg: 5 stk
Vatn: 190 ml
Hveiti: 375 g
Lyftiduft: 2 tsk
Rúsínur: 80 g
Kardimommudropar: Nokkrir dropar
Sítrónudropar: Nokkrir dropar
Aðferð:
Hitaðu ofninn í 180°C. Smyrðu og stráðu hveiti í form til að tryggja að kakan losni vel.
Þeyttu saman sykri og mjúku smjörlíki þar til blandan verður létt og loftkennd.
Bættu eggjunum út í öðru hverju og hrærðu vel á milli.
Blanda skal þurrefnunum, vatninu, dropunum saman og hræra varlega.
Helltu deiginu í form og bakaðu í um 50-60 mínútur, þar til kakan er gyllt.
Klassísk Marmarakak – Gott bragð
Marmarakaka er sígildur kökubotn sem hefur verið vinsæll í áratugi. Hún er ekki aðeins falleg á að líta með sínu einstaka marmaramynstri, heldur einnig mjúk, djúsí og fullkomin blanda af vanillu og súkkulaði. Kakan er einföld í bakstri og krefst hvorki flókinna hráefna né sérstakra tækja, sem gerir hana að fullkomnu kökunni fyrir bæði byrjendur og lengra komna. Hvort sem hún er borin fram með kaffibolla eða sem helgarnammi.
Uppskrift: Klassísk Marmarakaka
Innihald:
Smjör: 200 g
Sykur: 200 g
Egg: 4 stk
Mjólk: 100 ml
Hveiti: 300 g
Lyftiduft: 2 tsk
Sítróudropar: Nokkrir dropar
Kakó: 2 msk
Aðferð:
Hitaðu ofninn í 180°C. Smyrðu og stráðu hveiti í form til að tryggja að kakan losni vel.
Þeyttu saman mjúkt smjör og sykri þar til blandan verður létt og loftkennd.
Bættu eggjunum út í einu í einu og hrærðu vel á milli.
Blandaðu hveiti og lyftidufti saman og bættu því smám saman út í deigið til skiptis við mjólkina. Settu vanilludropana saman við.
Skiptu deiginu í tvær jafnstórar skálar. Í aðra skálina bætir þú kakói og hrærir vel saman.
Helltu hvoru deiginu til skiptis í form og dragðu gaffal í gegnum deigið til að búa til marmaramynstur.
Bakaðu í um 45-50 mínútur, eða þar til kakan er orðin gyllt og bökuð í gegn.
Klassísk Sandkaka – Einfaldleiki og ljúfur heimilisilmur
Sandkaka, stundum nefnd pundari, er ein af grunnstoðum íslenskrar baksturshefðar. Hún er einföld í gerð og heillar ávallt með ljúfu, smjörríku bragði sem hentar vel bæði með kaffi og te. Hér er uppskrift sem framleiðir 1200 g af ljómandi sandköku, hvort sem þú villt baka eina stærri köku eða tvær minni.
Uppskrift: Sandkaka
Innihald:
Smjör: 400 g
Sykur: 400 g
Egg: 8 stk
Mjólk: 200 ml
Hveiti: 400 g
Kartöflumjöl: 200 g
Lyftiduft: 4 tsk
Vanilludropar: Nokkrir dropar
Aðferð:
Hitaðu ofninn í 180°C. Smyrðu tvö bökunarform og stráðu hveiti í þau til að tryggja að kakan losni vel.
Þeyttu saman mjúku smjör og sykri þar til blandan verður létt og loftkennd.
Bættu eggjunum út einu í einu og hrærðu vel á milli.
Blandið hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti saman og bættu þessu smám saman út í deigið til skiptis við mjólkina. Settu vanilludropana saman við.
Helltu deiginu í form og sléttu yfirborðið varlega.
Bakaðu kökurnar í 50-60 mínútur, eða þar til prjónn kemur hreinn úr miðju kökunnar
Klassískt Kryddbrauð – Fullkomið með smjöri og osti
Kryddbrauð er dásamlegur réttur sem hefur lengi verið vinsæll á íslenskum heimilum. Það er bragðmikið, mjúkt og er fullkomið hvort sem þú nýtur þess eitt og sér eða smurt með smjöri og osti. Þetta brauð hentar vel fyrir kaffiboð, jólahátíðina eða hversdagslegar stundir þar sem þú vilt gleðja bragðlaukana. Hér er uppskriftin af kryddbrauði sem slær alltaf í gegn.
Uppskrift: Kryddbrauð
Innihald:
Sykur: 252 g
Smjörlíki: 105 g
Egg: 2 stk (u.þ.b. 105 g)
Síróp: 76 g
Heitt vatn: 252 ml
Hveiti: 387 g
Natrón: 13 g (2 tsk)
Engifer (malað): 1 g (u.þ.b. ½ tsk)
Negull (malaður): 4 g (1 tsk)
Kanill: 4 g (1 tsk)
Aðferð:
Hitaðu ofninn í 175°C og smyrðu bökunarform eða klæddu það bökunarpappír.
Þeyttu saman sykur og hræri (smjörlíki eða olíu) þar til blandan verður létt og mjúk.
Bættu eggjunum við, einu í einu, og hrærðu vel á milli.
Blandaðu sírópinu saman við heita vatnið og helltu því varlega í deigið meðan þú hrærir.
Í annarri skál skaltu blanda saman þurrefnunum: hveiti, natróni, engifer, negul og kanil.
Bættu þurrefnunum smám saman út í blautefnin og hrærðu þar til deigið er jafnt og kekkjalaust.
Helltu deiginu í formið og bakaðu í 50-60 mínútur, eða þar til prjónn kemur hreinn úr miðju brauðsins.
Fallegt er að dreifa hnetuflögum yfir fyrir bakstur.
Láttu brauðið kólna í forminu í 10 mínútur áður en það er tekið úr og sett á kæligrind.
Klassískt Bananabrauð – Fullkomið með kókos
Bananabrauð er sígildur réttur sem hefur lengi notið vinsælda á heimilum. Það er bæði bragðgott og auðvelt í bakstri, og þegar kókos er stráð yfir áður en það fer í ofninn, fær það dásamlega áferð og aukið bragð. Þetta bananabrauð er fullkomið sem millimál eða með kaffibolla.
Uppskrift: Bananabrauð með kókos
Innihald:
Sykur: 199 g
Smjörlíki: 60 g
Egg: 2 stk (u.þ.b. 95 g)
Lyftiduft: 8 g (1¾ tsk)
Natrón: 8 g (1¾ tsk)
Kanill: 2 g (u.þ.b. 1 tsk)
Vatn: 140-200 ml(eftir hve bananarnir eru þroskaðir)
Bananar: 191 g (u.þ.b. 2-3 vel þroskaðir bananar)
Hveiti: 398 g
Kókosmjöl: 2-3 msk (til að strá yfir deigið fyrir bakstur)
Aðferð:
Hitaðu ofninn í 175°C og smyrðu bökunarform eða klæddu það með bökunarpappír.
Þeyttu saman sykur og mjúkt smjörlíki þar til blandan verður létt og loftkennd.
Bættu eggjunum út í, einu í einu, og hrærðu vel á milli.
Stappaðu bananana þar til þeir eru mjúkir og blandan jafngóð, og bættu þeim við deigið ásamt vatninu. Hrærðu þar til allt er vel blandað.
Í annarri skál skaltu blanda saman þurrefnum: hveiti, lyftidufti, natróni og kanil.
Bættu þurrefnunum smám saman út í blautefnin og hrærðu varlega þar til deigið er jafnt og kekkjalaust.
Helltu deiginu í formið og sléttu yfirborðið varlega. Stráðu kókosmjöli yfir deigið til að fá fallega og bragðgóða áferð.
Bakaðu í 45 mínútur, eða þar til prjónn kemur hreinn úr miðju brauðsins.
Láttu brauðið kólna í 10-15 mínútur í forminu áður en það er tekið úr og sett á kæligrind.
Rifsberjapie
Bragð sem gleður
Þessa dagana er árstíð berjanna. Rifsber eru alltaf sígild á haustin og hvað er betra en að gera eitthvað nýtt og útbúa rifsberjapie. Rifsberjapie gleður bragðlaukana með sínum sætu og súru tónum og færir okkur í leiðinni aftur inn í sumarið, sama hvaða árstíð er. Þegar pie-ið er borið fram með volgum ís, þeyttum rjóma eða smá vanillusósu, verður það hinn fullkomni eftirréttur fyrir alla í fjölskyldunni.
Rifsber eru meira en bara ber – þau eru leið til að kanna nýja og spennandi heima í eldamennsku. Með þessari uppskrift að rifsberjapie færðu rétt sem er sannkallaður hátíðarklassíker, fullur af ljúffengum tónum og ríkri hefð sem rifsberin eru. Hver veit nema þetta verði fastur liður á borðstofuborðinu þínu.
Uppskrift:
Botn:
100 g smjör
100 g sykur
2 stk egg
240 g hveiti
Aðferð:
Blandið saman smjöri, sykri og eggjum í hrærivél og vinnið rólega saman í um 3 mínútur.
Bætið hveitinu saman við og blandið rólega saman. Klárið síðan að hnoða deigið með höndunum á borðinu.
Setjið deigið í plastfilmu og kælið í um 30 mínútur.
Rúllið svo deigið út og leggið í um 22 cm bökuform.
Rifsberjafylling:
200 g mjólk
2 msk vanilludropar
54 g sykur
2 stk eggjarauður
25 g maíssterkja
250 g maukuð rifsber
25 g smjör
Aðferð:
Setjið öll hráefni saman í pott og hitið upp að 80°C, eða þar til kremið þykknar.
Takið pottinn af hellunni og bætið smjörinu varlega saman við.
Fyrir bakstur:
Skerið niður hvítt súkkulaði og dreifið yfir fyllinguna.
Bakstur:
Forhitið ofninn í 180°C.
Bakið í 25-35 mínútur eða þar til yfirborðið er gullið og fyllingin bubblar. Látið kólna áður en bakan er borin fram.
Eftir bakstur:
Bræðið restina af hvíta súkkulaðinu og dreifið yfir bökuna til að fá fullkomna lokáferð.
Þessi baka er góð leið til að njóta þess besta sem rifsber hafa upp á að bjóða. Hér er á ferðinni leið til að ljúka góðum máltíðum með einhverju óvæntu sem mun án efa vekja hrifningu hjá matargestum.
Bláberjapie
Heillandi bragðheimur sem sameinar hefðir og gleði
Bláberjapie er ekki bara venjuleg baka – hér er á ferðinni pie sem er hefð fyrir, sérstaklega fyrir vestan þar sem nóg er af berjunum. Bláberjapie galdrar alltaf fram gleði og sumarlegt bragð beint inn á borðstofuborðið þar sem ilmurinn er góður af ferskum bláberjum. Hvort sem pie-ið er borið fram við hátíðleg tilefni, fjölskyldusamkomur, eða einfaldlega sem eftirréttur á hversdagskvöldi, þá vekur bláberjapie alltaf hrifningu og gleði hjá öllum sem njóta.
Bláberjapie skilur eftir sig ilm af ferskum berjum og sætu í eldhúsinu, og ljúfar minningar sem lifa áfram löngu eftir að pie-ið hefur verið borðað. Ef þú ert að leita að eftirrétti sem bæði gleður bragðlaukana og færir fólk saman, þá er bláberjapie góður kostur.
Uppskrift:
Botn:
100 g smjör
100 g sykur
2 stk egg
240 g hveiti
Aðferð:
Blandið saman smjöri, sykri og eggjum í hrærivél og vinnið rólega saman í um 3 mínútur.
Bætið hveitinu við og hnoðið saman þar til deigið er slétt. Klárið að hnoða deigið með höndunum á borðinu.
Setjið deigið í plastfilmu og kælið í um 30 mínútur.
Rúllið svo deigið út og leggið í 22 cm bökuform.
Bláberjafylling:
212 g mjólk
2 msk vanilludropar
254 g sykur
2 stk eggjarauður
30 g maíssterkja
300 g maukuð bláber
25 g smjör
Aðferð:
Setjið öll hráefni saman í pott og hitið upp að 80°C, eða þar til kremið þykknar.
Takið pottinn af hellunni og bætið smjörinu við, hrærið varlega þar til það hefur bráðnað saman við kremið.
Crumble:
60 g hveiti
60 g púðursykur
60 g smjör, kalt og skorið í teninga
Aðferð:
Blandið saman hveiti og púðursykri í skál.
Bætið köldu smjöri við og hnoðið saman þar til blandan líkist grófu korni.
Bakstur:
Forhitið ofninn í 180°C.
Hellið bláberjafyllingunni í bökuna, dreifið crumble yfir og bakið í 25-35 mínútur eða þar til yfirborðið er gullið og fyllingin bubblar.
Látið bökuna kólna áður en hún er borin fram.
Skreyting:
Eftir bakstur er fallegt að sigta flórsykri yfir bökuna til að fá mjúkt og fagurt útlit.
Bláberjapie er góð leið til að njóta þess besta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Með þessari uppskrift færðu rétt sem sameinar ljúffenga bragðtóna með ríkri hefð og færir gleði og sælu á hvert borð.
Rabarbarapie
Ljúffengt ferðalag til bernskusumarsins
Rabarbarapie er hið sígilda baka fyrir bragðlaukana sem færir fram hlýjar minningar úr bernskusumrum, þegar rabarbarinn var tíndur beint úr garðinum. Þetta einstaka samspil af sætleika og súrleika gerir rabarbarapie að ómótstæðilegum eftirrétti sem færir heimilislega hlýju og nostalgíu inn á hvert heimili. Hvort sem þú ert að leita að ljúffengum rétti sem sameinar fjölskylduna á sunnudagskvöldi eða vilt vekja upp sumarminningar með góðum gestum, þá er rabarbarapie klárlega góður kostur.
Uppskrift
Botn:
100 g smjör
100 g sykur
2 stk egg
240 g hveiti
Aðferð:
Blandið saman smjöri, sykri og eggjum í hrærivél og vinnið rólega saman í um það bil 3 mínútur.
Bætið hveitinu saman við og blandið rólega þar til deigið er slétt. Hnoðið deigið með höndunum á borðinu þar til það er vel samlagað.
Vefjið deigið í plastfilmu og kælið í um 30 mínútur. Rúllið síðan deigið út og leggið það í 22 cm bökuform.
Rabarbarafylling:
100 g ljós síróp
100 g púðursykur
2 stk egg
40 g brætt smjör
1 tsk vanilludropar
0,5 tsk salt
150 g ferskur rabarbari, skorinn í bita
Aðferð:
Blandið öllum hráefnunum fyrir fyllinguna saman í skál og hrærið vel saman.
Hellið fyllingunni yfir botninn í bökuforminu. Stráið örlitlum kanilsykri yfir til að auka bragðið.
Bakstur:
Forhitið ofninn í 180°C.
Bakið bökuna í 25-35 mínútur, eða þar til yfirborðið er orðið gullið og fyllingin byrjuð að bubbla.
Látið bökuna kólna áður en hún er borin fram.
Skreyting:
Eftir bakstur er flott að skreyta bökuna með bræddu mjólkursúkkulaði. Berið hana fram með ís eða þeyttum rjóma.
Rabarbarapie er ekki aðeins ljúffengur eftirréttur heldur einnig meistaraverk úr einföldum hráefnum sem vekur upp fallegar minningar og færir sumarbragðið heim til þín. Þegar þú berð fram þessa bökuna með vanilluís, þeyttum rjóma eða smá vanillusósu, tryggir þú að hver biti gleður alla við borðið.
Pecanpie
Klassískur hneturíkur eftirréttur sem gleður
Pecanpie er sannkölluð perlubaka í amerískri baksturshefð, þar sem hinn djúpi hnetukeimur og sæta, karamellukennda fyllingin skapa ómótstæðilega upplifun fyrir bragðlaukana. Þessi baka er er alltaf sígild á hátíðarborðið, hvort sem það er á þakkargjörðarhátíð, jólum eða þegar þú vilt dekra við þína nánustu. Pecanpie fangar hið besta úr hnetuheiminum og blandar því saman við rjómalaga sætu, sem gerir hana að ómissandi eftirrétti fyrir alla sem elska eitthvað virkilega ljúffengt.
Uppskrift
Botn:
100 g smjör
100 g sykur
2 stk egg
240 g hveiti
Aðferð:
Blandið saman smjöri, sykri og eggjum í hrærivél og vinnið saman í um 3 mínútur, þar til blandan er létt og loftkennd.
Bætið hveitinu við og vinnið rólega saman. Hnoðið síðan deigið létt á borði þar til það er slétt.
Setjið deigið í plastfilmu og kælið í um 30 mínútur. Fletjið það svo út og leggið í 22 cm bökuform.
Fylling:
100 g ljóst síróp
100 g púðursykur
2 stk egg
40 g brætt smjör
1 tsk vanilludropar
0,5 tsk salt
150 g pecanhnetur, gróft saxaðar eða heilar (eftir smekk)
Aðferð:
Blandið saman sírópi, púðursykri, eggjum, bræddu smjöri, vanilludropum og salti þar til blandan er vel hrærð saman.
Hrærið pecanhnetunum saman við og hellið blöndunni í heita bökuskelina.
Bakstur:
Forhitið ofninn í 180°C.
Bakið í 25-35 mínútur, eða þar til bakan er gullin og fyllingin hefur stífnað en er samt enn mjúk í miðjunni.
Látið kólna áður en bakan er borin fram.
Skreyting:
Eftir bakstur er fallegt að skreyta bökuna með karmellusósu og bera fram með ís eða þeyttum rjóma til að fullkomna eftirréttinn.
Pecanpie er ekki bara baka; hún er dýrðleg upplifun sem sameinar sæta, hneturíka fyllingu með stökkum botni og skapar þannig ógleymanlegar stundir við borðið. Hvort sem hún er borin fram heit með rjóma eða vanilluís, þá gleður hún án efa alla við borðið og verður eftirréttur sem allir bíða eftir með eftirvæntingu.
Sítrónutart
Ferskleikabomba sem lýsir upp hvert borð
Sítrónutart er hin fullkomna samsetning af sætleika og súrleika, og fangar kjarna sólríkra sumardaga í hverjum bita. Með sínu einstaka jafnvægi milli bragðtegunda er þessi tart ekki aðeins dásamleg á bragðið, heldur einnig sjónræn veisla sem gleður alla við borðið. Hvort sem þú ert að undirbúa eftirrétt fyrir hátíðarstundir eða einfaldlega vilt bæta smá sólarljóma í hversdagslífið, þá er sítrónutart rétturinn sem slær í gegn..
Uppskrift:
Botn:
100 g smjör
100 g sykur
2 stk egg
240 g hveiti
Aðferð:
Blandið saman smjöri, sykri og eggjum í hrærivél og vinnið rólega saman í um 3 mínútur.
Bætið hveitinu við og vinnið saman þar til deigið er orðið slétt. Hnoðið deigið létt með höndunum á borðinu.
Vefjið deigið í plastfilmu og kælið í um 30 mínútur. Rúllið það svo út og leggið í 22 cm bökuform.
Sítrónufylling:
25 g sykur
25 g maísmjöl
3 stk eggjarauður
300 g mjólk
2 stk sítrónur, safi og börkur
Aðferð:
Raspið sítrónubörkinn og kreistið safann úr sítrónunum. Setjið allt nema eggjarauðurnar saman í pott.
Hitið við meðalhita og hrærið stöðugt með þeytara. Þegar kremið byrjar að þykkna, bætið þá eggjarauðunum saman við.
Hitið áfram og hrærið hraðar þar til kremið verður þykkt. Hellið fyllingunni í forbakaða tartskelina og kælið.
Ítalskur marens:
4 stk eggjahvítur (smá cream of tartar, valfrjálst)
175 g sykur
50 g vatn
Aðferð:
Þeytið eggjahvíturnar á miðlungshraða, ásamt cream of tartar ef það er notað.
Setjið vatn og sykur í pott og hitið að suðu. Sjóðið sírópið í nokkrar mínútur þar til það þykknar og hitinn mælist 118-123°C.
Hellið volgu sírópinu út í eggjahvíturnar á meðan þeytarinn er á lágu hraða, og aukið síðan hraðann.
Sprautið ítalska marengsnum yfir vel kælda kökuna. Brennið marengsinn lítillega með gasbrennara og skreytið með sítrónusneiðum.
Sítrónutart er eftirréttur sem er stílhreinn, bragðmikill og ómótstæðilega ferskur. Hvort sem hann er borinn fram einn og sér eða með þeyttum rjóma, vekur hann óhjákvæmilega hrifningu og gleði hjá gestunum.
Muffins
Muffins
110 gr púðursykur
110 gr sykur
123 gr olía
2 stk egg
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
0,5 tsk salt
1 tsk vanillusykur
270 gr hveiti
200 gr mjólk
50 gr saltkarmella
Púðursykur og sykur settur í hrærivélaskál og spaði notaður til að hræra saman.
Eggjunum er rólega bætt saman við. Mjólk og þurrefni blandað saman við blönduna og allt hrært saman. Deiginu er sprautað í muffinsform. Bakað við 170° gráður í 12-20 mín eð eftir stærð formanna.
Gott er að frysta í einn dag áður en skreytingin er sett á kökurnar.
Saltkarmella
50 gr smjör
50 gr púðursykur
Eftir að smjörið hefur bráðnað og suða byrjar takið tímann í 3 mínútur
50 gr rjómi
Er bætt út í svo þegar suðan byrjar aftur er soðið í 4 mín.
50 gr mjólkursúkkulaði
1 tsk salt
Eftir að suðan hefur kólnað niður í 70 gráður er henni helt yfir súkkulaðið og saltið.
Þessu er hrært saman og látið kólna (má gera degi áður).
Smjörkrem
215 gr smjörlíki
72 gr Smjör
287 gr flórsykur
22 gr mjólk
150 gr saltkarmella
Öllu blandað í skál og hrært saman í um það bil 15 mínútur á miðlungshraða með spaða. Eftir það er kreminu sprautað á og fallegt er að lita með matarlitum efir smekk.